Greinar

Hér munum við birta greinar um allt og ekkert 🙂

E

Greinar

Faggreinar og hugleiðingar

E

Videos

Home Tutorials

E

Documents

Patient Documents & Forms

Reginn Unuson Formaður Félags Íslenskra Heilsunuddara í viðtali sept. 2021

Allir geta kallað sig nuddara og brotið á fólki

Við erum með á borði hjá okkur konu sem er til dæmis að kenna fimm daga námskeið og útskrifar fólk úr þeim skóla, fólk er að fara til hennar og borgar þrjú hundruð þúsund kall og hún gefur þeim stimpil um að þú sért bara menntaður nuddari og megir byrja að nudda,“ segir Regin Unason formaður Félags íslenskra heilsunuddara. Horfa má á viðtal við Regin um málið neðst í fréttinni.

Um umrædda konu sem heldur námskeiðin segir Regin: „Ég sjálfur sendi henni skilaboð bara fyrir forvitnissakir um hvaða grunnkunnáttu maður þyrfti að hafa til að fara á námskeið hjá henni og þá kom í ljós að það var engin.“

Regin ræddi þetta á Fréttavaktinni á Hringbraut í byrjun vikunnar og þar kom fram að hver sem er getur kallað sig nuddara og tekið fólk til meðferðar og kennt fólki nudd sem getur verið varasamt heilsu fólks og opnað leiðir fyrir ólöglegri starfsemi svo sem mansali og vændi.

Engin krafa

Engin krafa er gerð um þekkingu á mannslíkamanum til að kallast nuddari segir Regin. „Mér finnst það bara sláandi því að í okkar námi er gerð krafa á líffæra og lífeðlisfræði, vöðvafræði. Ekki bara þarf nuddarinn að vita hvað á að nudda heldur líka hvenær og hvað nuddum við ekki,“ segir Regin.

Aðspurður hvort það geti verið hættulegt heilsu fólks að fara til manneskju sem veit ekki nógu mikið segir Regin: „Já, það er hættulegt, ef þú ert með mein og þú ferð til einhverjar manneskju sem veit ekki nógu mikið og ferð að hamast í meininu, sama hvort það er tognun eða blæðing inn á vöðva, þá getur þú gert verra.

„Eina sem ég gat sagt var, þið verðið að fara til lögreglunnar.

„Hættulegast er það að ef þú ferð til manneskju sem veit ekki nógu mikið og veit ekki hvað hún er að gera að þá fer hún kannski að reyna eitthvað annað,“ segir Regin og á borð til félagsins hafi komið dæmi um úr íþróttunum.

„Meira að segja þjálfari í íþróttafélagi sem var að reyna að nudda mein úr iðkendum flokkast undir kynferðisofbeldi, segi ég.“

Regin segir það hættulegasta við að hver sem er geti kallað sig nuddara, án þess að hafa nokkra menntun, er að inn í starfið stígi einstaklingar sem brjóta á fólki markvisst.

Þekkt er úr fréttum að einstaklingar kalli sig nuddara og beiti svo fólk kynferðisofbeldi. „Núna bara um daginn kom upp mál hér á Akureyri sem var stelpa undir lögaldri sem lenti í nuddara og þau töluðu við okkur í félaginu, eða mig persónulega og því miður var eina sem ég gat sagt, þið verðið að fara til lögreglunnar og verðið að kæra þetta þar,“ segir Regin.

Það stoppar engan í því að fara að nudda

Umræddur nuddari er ekki í félaginu, segir hann. Það stoppar ekkert fólk í að nudda, það stoppar fólk ekkert í að meðhöndla.“

Hvort að hann verði var við mansal og vændisstarfsemi í nuddbrandanum segir Regin: „Ég hef ekkert fyrir mér um mansal á Íslandi en heyrum það frá Svíþjóð í norrænu samstarfi með fagfélögum landanna. Þar er þetta orðið vandamál.”

Greinar

by | Apr 11, 2021

Reginn Unuson Formaður Félags Íslenskra Heilsunuddara 8.nóvember 2021

Ég skrifaði pistil varðandi nudd 7. september sl. Síðan þá hef ég talað við marga um málefni nuddara og nuddþega. Í þessum samtölum hefur komið í ljós að mjög margir líta á nudd sem iðngrein en það er einfaldlega rangt.

Nudd er heilbrigðisþjónusta!

Máli mínu til stuðnings vil ég benda á að sjúkranudd er löggild heilbrigðisgrein skv. reglugerð nr 204/1987. Sjúkranuddarar eru þeir sem lært hafa nudd í viðurkenndum skólum erlendis, bæði fyrir og eftir að farið var að kenna nudd í íslenskum skólum.

Heilsunudd er kennt á heilsunuddbraut heilbrigðisskólans sem starfræktur er í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í heilbrigðisskólanum eru 6 námsbrautir þar sem kenndar er heilbrigðisgreinar og a.m.k. 3 þeirra eru löggildar. Einnig er heilsunuddbraut í Framhaldsskólanum á Húsavík.

Þannig að sjúkranuddari er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður og heilsunudd er kennt sem heilbrigðisstarfsemi en nudd er ekki lögverndað. Þannig getur hver sem er unnið sem nuddari án þess að hafa lokið heilsunuddaranámi, sjúkranuddaranámi eða nokkru öðru námi ef út í það er farið.

Þetta er því miður staðan í dag og þetta býður þeirri hættu heim að í skjóli þess að kalla vinnuna sína nudd getur ómenntað eða lítið menntað fólk beinlínis beitt annað fólk ofbeldi, líkamlegu og kynferðislegu eins og nýleg dómsmál sanna og það sem meira er að þrátt fyrir það að einstaklingar sem starfa við nudd án menntunar hafi verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn viðskiptavinum sínum þá geta þeir haldið áfram starfsemi sinni án nokkurs eftirlits.

Ef íslenska ríkið myndi lögvernda nudd og gera kröfur um ákveðna menntun og hreint sakavottorð áður en fólk fengi leyfi til þess að starfa sem nuddari væri hægt að tryggja betur öryggi þeirra sem vilja kaupa sér þjónustu nuddara og að ómenntaðir aðilar væru ekki að vinna sem slíkir

Það væri upplagt að nota það nám sem er nú þegar til staðar innan íslenska menntakerfisins sem grunnlínu um þá lágmarksmenntun sem þarf áður en viðkomandi fengi leyfi til þess að vinna með heilsu fólks.

Sem dæmi gæti það verið þannig að viðkomandi aðili þurfi að hafa lokið verklegu námi á heilsunuddbraut áður en hann fengi leyfi til að vinna sem nuddnemi og vera útskrifaður heilsunuddari til að eiga og reka nuddstofu. Einnig mætti viðkomandi hafa lokið sambærilegu námi erlendis frá. Þannig þurfa allir þeir sem starfa við nudd að hafa lokið námi sem nuddarar og fá leyfi frá íslenska ríkinu til þess að starfa sem slíkir og bera ábyrgð á starfsemi sinni.

Með því að lögvernda nudd og gera lágmarkskröfu um menntun til þess að fá starfsleyfi væri líka hægt að koma höggi á þá fjölda mörgu aðila sem vinna við “nudd” í heimahúsum eða öðru ólöglegu atvinnuhúsnæði án þess að gefa upp tekjur fyrir vinnu sína.

Það er því ljóst að ríkið hefur engu að tapa en allt að vinna með því að lögvernda nudd sem heilbrigðisgrein að tilskyldri lágmarksmenntun nuddara. Koma þannig í veg fyrir að ómenntaðir aðilar stofni heilsu nuddþega sinna í hættu og þannig vernda nuddþega frá ofbeldi og stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi.

Ég skora því á næstu ríkisstjórn til þess að beita sér fyrir því að lögvernda nudd sem heilbrigðisþjónustu!

Reginn Unason formaður FÍHN

Hafðu samband.

Netfang

fihn@fihn.is

Sími

8459343

Skrifstofa

Hamraborg 1, 5.hæð
200 Kópavogur