Skráðir félagar eru með betri viðurkenningu en aðrir því við getum aðgreint okkur frá nuddurum sem hafa farið á helgarnámskeið eða eru með aðra menntun sem ekki uppfyllir kröfur F.Í.H.N.

Kröfur okkar eru miklar miðað við hin norðurlöndin og erum við stolt af því að hafa mikla og góða menntun og háar kröfur.

Getum við því gengið hnakkreist og bent fólki á allt námið sem við höfum í pokahorninu.

Margir spyrja hver sé ávinningurinn af því að skrá sig í félagið.

Við svörum því m.a svona: Félag íslenskra heilsunuddara stendur vörð um starfsheiti og starfsheiður heilsunuddara, heldur námskeið, höldum úti heimasíðu þar sem félagar geta látið skrá sig og starfstöð sína, selur boli merkta félaginu ( á kostnaðarverði) sem gott er að nudda í, gefur bæklinga sem félagsmenn geta merkt sér og notað sem auglýsingu, erum einnig með gluggalímmiða og fleira.

Það duglega fólk sem starfar í stjórn og nefndum félagsins vinnur mikla vinnu ” á bak við tjöldin ” ef það er hægt að orða það svo, og frammundan er áframhaldandi vinna sem er okkur öllum til góða og vonandi fer að skila sér. Nánar er hægt að lesa um það hér á heimasíðunni, bendi við sérstaklega á skýrslu formanns frá síðasta aðalfundi.

 

Við hvetjum þig því, ef þú starfar sem heilsunuddari í fullu starfi eða að hluta, að vera félagsmaður.

Félagsgjöldin eru aðeins 7700 kr og svo bætist við innheimstukostnaður (2-300kr.)

 

Við leggjum svo 10% af innkomu félagsgjalda í styrktarsjóð sem við getum sótt um að fá styrki úr vegna námskeiða sem tengjast vinnu okkar sem heilsunuddarar ( mest 15 þús. hvert sinn)

Það er greytt úr þeim sjóði 2 x á ári, allt of fáir hafa nýtt sér þetta, en þeir sem hafa gert það hafa fengið félagsgjöldin margfalt til baka í formi styrkja.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafðu samband á heilsunudd@heilsunudd.is og við munum svara eins fljótt og auðið er. Umsóknareyðublöð má nálgast á www.heilsunudd.is undir tenglinum “styrkir og umsóknir”

 

Nú er komin þessi nýja og glæsilega heimasíða sem sniðin er að félögum okkar annars vegar og fólki út í bæ hins vegar, hér eru greinar um nudd, og ýmis fróðleikur ásamt áherslum á að velja rétt, fólk með góða menntun eins og okkur, eins hvetjum við  félaga okkar til að auglýsa starfstöð sína hér.

Það hefur mjög færst í vöxt að fólk kíkji hingað inn og leiti sér að heilsunuddara.

Við ætlum okkur að  senda einhverjar greynar í blöð og gera sem mest til að vekja athygli á okkur..

En vert er að benda á að félag íslenskra heilsunuddara er fagfélag en ekki stéttarfélag, margir virðast rugla því saman og vilja sækja um styrki vegna veikinda o.þ.h. og eru ósáttir vegna þess að það er ekki í boði, en félagið er lítið, félagsgjöld eru höfð í lágmarki og rukkuð einu sinni á ári

.Félagsgjöldin hafa ekki hækkað í mörg ár og reynt er að hafa reksturinn sem minnstann og mesta vinnan er unnin í sjálfboða vinnu af fólki sem ber hag okkar allra í brjósti.

 

Með bestu kveðju frá stjórn

Félags íslenskra heilsunuddara.