Nám á heilsunuddbraut er samtals 200 einingar; 40 á fyrsta þrepi, 91 á öðru þrepi og 69 á því þriðja en því þriðja eru flestir verknámsáfangar. Í sumum áföngum er bóknámi og verknámi fléttað saman. Sérgreinar heilsunuddbrautar eru 71 eining, auk 23 eininga starfsþjálfunar, samtals 94 einingar. Hinar 106 einingarnar eru sameiginlegar öðrum brautum, aðallega starfsmenntabrautum á heilbrigðissviði.

Sá sem lýkur námi á námsbrautinni hlýtur starfsheitið heilsunuddari og hefur, skv. reglum Félags íslenskra heilsunuddara (FÍHN), rétt til að setja á stofn og starfrækja nuddstofu. Þegar nemendur útskrifast af brautinni fá þeir í hendur starfsmenntaskírteini samhliða prófskírteini, sem þeir geta haft uppi á starfsstöð sinni til staðfestingar á því að þeir hafi lokið námi á heilsunuddbraut. Námsskráin er viðurkennd af menntamálaráðuneytinu en starfsheiti og störf heilsunuddara eru enn ekki lögvernduð. FÍHN hefur unnið ötullega að því undanfarin ár að fá þessa formlegu lögverndun á starfsheitinu, enda myndi það tryggja betur öryggi þeirra sem vilja kaupa sér þjónustu fagmenntaðs nuddara og koma í veg fyrir að ómenntaðir aðilar sigli undir fölsku flaggi.

Heilsunuddnám

Fjölbrautaskólinn við Ármúla – FÁ

Heilsunuddbraut er námsbraut innan Heilbrigðisskólans í FÁ. Heilbrigðisskólinn er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum á framhaldsskólastigi og leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt starfsnám á heilbrigðissviði.

Framhaldsskólinn á Húsavík – FSH

FSH með heilsunuddbraut sem kennd er í samstarfi við FÁ. Bóklegar sérgreinar námsbrautarinnar eru kenndar í fjarnámi frá FÁ. Almennar greinar eru kenndar í fjarnámi frá FSH. Sérgreinar verknámsins eru kenndar í staðlotum frá FSH.