Félagsmenn geta sótt um styrk á móti kostnaði við endurmenntunarnámskeið. 

Frumskilyrði fyrir styrkveitingu er að afrit af kvittun fylgi umsókn og skal henni hlaðið upp í reitnum „Viðhengi“.

Einungis fullgildir félagsmenn FÍHN geta sótt um styrk, sjá 3.gr og 4.gr laga FÍHN.

Hámarksstyrkur er 15.000 kr. á ári en þó aldrei meira en nemur helmingi af námskeiðsgjaldinu. 

Stjórn FÍHN fer yfir umsóknir um styrki. Umsóknum verður svarað í tölvupósti að yfirferð lokinni.