Félagsmenn geta sótt um styrk á móti kostnaði við endurmenntunarnámskeið annað hvert ár. Þar af leiðandi þurfa að líða a.m.k. tvö ár frá upphafi félagsaðildar þar til félagsmaður getur sótt um fyrsta styrkinn. Eftir það þurfa að líða a.m.k. tvö ár á milli styrkveitinga til sama félagsmanns.
Hámarksstyrkur er 15.000 kr. annað hvert ár, en þó aldrei meira en sem nemur helmingi af námskeiðsgjaldinu hverju sinni. Ekki er hægt að „safna upp“ inneign í styrkjum á milli ára.
Einungis fullgildir félagsmenn FÍHN geta sótt um styrk, sjá 3.gr og 4.gr laga FÍHN.
Frumskilyrði fyrir styrkveitingu er að afrit af kvittun fylgi umsókn og skal henni hlaðið upp í reitnum „Viðhengi“.
Stjórn FÍHN fer yfir umsóknir um styrki. Umsóknum verður svarað í tölvupósti að yfirferð lokinni.