Um félagið.
Félag Íslenskra Heilsunuddara (F.Í.H.N.) var stofnað þann 23. júní árið 1974. (Félagið hét upphaflega Félag Íslenskra Nuddara – F.Í.N. – en skipti var um nafn á aðalfundi 2004). Félagið leggur metnað í að standa vörð um hag félagsmanna með því að hvetja til framþróunar og mynda þannig öflugan faglegan hóp heilsunuddara á Íslandi.
Stofnfélagar voru 23 talsins en í dag eru félagsmenn tæplega 150. Upphafsmaður að stofnun félagsins var Ólafur Þór Jónsson og var hann jafnframt fyrsti formaður félagsins. Ólafur hefur alla tíð unnið ötullega að framgöngu heilsunudds hérlendis.
Nám heilsunuddara fer fram á heilsunuddbraut við heilbrigðisskóla Fjölbrautaskólans við Ármúla. Heilsunuddarar menntaðir frá heilbrigðisskólanum fá inngöngu í F.Í.H.N. en aðrir með sambærilegt nám frá erlendum skólum geta fengið inngöngu sé öllum skilyrðum náð. Stjórn F.Í.H.N. tekur við og fer yfir allar umsóknir í félagið,
Starfsheitið heilsunuddari er ekki formlega verndað með lögum, eins og títt er um aðrar sambærilegar stéttir, þó að námið sé viðurkennt af Menntamálaráðuneyti. Unnið hefur verið að því ötullega undanfarin ár að fá þessa formlegu lögverndun á starfsheitinu.
Stjórn.

Reginn Unason – Formaður
Útskrifaðist sem heilsunuddari 2015

Baldur Þorsteinsson – Varaformaður
Útskrifaðist sem heilsunuddari 2016

Kristín Björg Svövudóttir – Ritari.
Útskrifaðist sem heilsunuddari 2017

Guðrún Hrafnkelsdóttir – Gjaldkeri og starfsmaður FÍHN.
Útskrifaðist sem heilsunuddari 2009

Unnur Kolka – Meðstjórnandi.
Útskrifaðist sem heilsunuddari 2013

Sigmar Svanhólm Magnússon – Meðstjórnandi.
Útskrifaðist sem heilsunuddari 2015

Sonja Isabel Ruiz Martinez – Varamaður
Útskrifaðist sem heilsunuddari 2009

Harpa Finnsdóttir – Varamaður
Útskrifaðist sem heilsunuddari 2017
Hafðu samband.
Netfang
fihn@fihn.is
Sími
8459343
Skrifstofa
Hamraborg 1, 5.hæð
200 Kópavogur