Félag íslenskra heilsunuddara var stofnað 23. júní 1974. Í félaginu eru eingöngu fagmenntaðir heilsunuddarar sem fengið hafa víðtæka menntun í sérgreinum og verknámi ásamt langri starfsreynslu fyrir útskrift. Félagið stendur vörð um hag félagsmanna og hvetur til framþróunar til að mynda öflugan og faglegan hóp heilsunuddara á Íslandi.
Heilsunuddarar eru fagmenntaðir meðhöndlarar með ítarlega þekkingu á líkamanum ásamt víðtækri reynslu og þekkingu á fjölbreyttum meðferðum. Þeir nota einstaklingsmiðaðar meðferðir til að meðhöndla verki og stoðkerfisvandamál, veita slökun og efla heilbrigði skjólstæðinga sinna. Menntaðir heilsunuddarar starfa víðsvegar um landið.
Heilsunudd (e. therapeutic massage) er regnhlífarheiti yfir fjölbreyttar nuddmeðferðir sem heilsunuddarar nota til að meðhöndla skjólstæðinga sína. Meðal þeirra er t.d. klassískt nudd, svæðanudd, heildrænt nudd, triggerpunktameðferð, sogæðanudd, djúpvefjanudd, íþróttanudd, vefjalosun og höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð.
Nám í heilsunuddi fer fram í Heilbrigðisskólanum í Fjölbrautaskólanum Ármúla. Jafnframt er Framhaldsskólinn á Húsavík með heilsunuddbraut sem kennd er í samstarfi við FÁ. Námsskráin inniheldur sérgreinar í bóknámi og verknámi ásamt starfsþjálfun, hún er viðurkennd af menntamálaráðuneytinu en starfsheiti og störf heilsunuddara eru enn ekki lögvernduð.
Nám í heilsunuddi fer fram í Heilbrigðisskólanum í Fjölbrautaskólanum Ármúla. Jafnframt er Framhaldsskólinn á Húsavík með heilsunuddbraut sem kennd er í samstarfi við FÁ. Námsskráin inniheldur sérgreinar í bóknámi og verknámi ásamt starfsþjálfun, hún er viðurkennd af menntamálaráðuneytinu en starfsheiti og störf heilsunuddara eru enn ekki lögvernduð.
Heilsunudd (e. therapeutic massage) er regnhlífarheiti yfir fjölbreyttar nuddmeðferðir sem heilsunuddarar nota til að meðhöndla skjólstæðinga sína. Meðal þeirra er t.d. klassískt nudd, svæðanudd, heildrænt nudd, triggerpunktameðferð, sogæðanudd, djúpvefjanudd, íþróttanudd, vefjalosun og höfuðbeina- & spjaldhryggjarmeðferð.