Til að fá aðild að félaginu þarf viðkomandi að uppfylla kröfur um menntun og starfsþjálfun samkvæmt námsskrá Heilsunuddbrautar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eða hafa stundað annað sambærilegt nám (t.d. erlendis og verður það metið í hverju tilviki fyrir sig).
Félagsmenn skuldbinda sig til að stunda ábyrga starfsemi, fylgja siðareglum félagsins og fara eftir gildandi lögum og reglum í landinu.
Þeir einir geta kallað sig heilsunuddara og notað merki félagsins sem eru samþykktir félagar.
Árgjald í Félag íslenskra heilsunuddara er 7.500 kr.
Stjórn FÍHN fer yfir umsóknir um aðild að félaginu. Umsóknum verður svarað í tölvupósti að yfirferð lokinni.